Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 16:57 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mætti á íbúafund í Grafarvogi þar sem mörgum var heitt í hamsi. Vísir/Vilhelm Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd. Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“ Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“
Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira