Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. mars 2025 16:57 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mætti á íbúafund í Grafarvogi þar sem mörgum var heitt í hamsi. Vísir/Vilhelm Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd. Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“ Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kynningarfundur um þéttingu byggðar í Grafarvogi var haldinn á fimmtudag í síðustu viku vegna áforma um þéttingu byggðar í hverfinu. Tillögur Reykjavíkurborgar hafa hlotið mikla gagnrýni frá íbúum í Grafarvogi. Meðal fundargesta var Bergþóra Long, 29 ára íbúi í Grafarvogi. „Fólki var alveg heitt í hamsi en ég mætti samt á þennan fund ekki í neinum baráttuham. Mig langaði bara til að hlusta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Að kynningunni lokinni var hópnum skipt í fernt. Bergþóra gaf sig á tal við Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata. „Þannig ég spyr hana hvort það sé ekki spurning á að við byrjum að selja allar óseldu íbúðirnar í Gufunesi,“ segir Bergþóra. Móðir Bergþóru hafi þá tekið þátt í samræðunum og hún deilt því með Alexöndru að umferðin í hverfinu væri afskaplega mikil. Vinnustaður hennar er þar sem mesta umferðaröngþveitið sé í hverfinu. „Þá kemur mamma inn í þetta og segir hvernig hún horfi á þetta alla daga. Samgöngur hafi ekki staðist og borgin hafi logið,“ segir Bergþóra. Alexandra hafi ekki tekið vel í orð móðurinnar um lygar borgarinnar og breitt úr sér, farið út með brjóstkassann og baðað út höndunum. „Hún var með hendurnar þannig að þetta var bara ógnun, finnst mér og mömmu. Mamma tók þessu ekki vel,“ segir Bergþóra. „Ég er ekkert reið vanalega yfir litlum hlutum en mér blöskraði svo. Ég varð brjáluð.“ Bergþóra segir bæði hana og móður sína hafa upplifað þetta sem ógnun. „Þó hún hafi ekki lamið neinn þá finnst mér þetta ógnun.“ Á myndskeiði sem barst fréttastofu sjást Alexandra og Bergþóra eiga í mjög háværum samskiptum eftir að atvikið átti sér stað. Eftir atvikið hafi Alexandra komið að móðurinni og beðið hana afsökunar vegna atviksins. Móðirin hafi tekið við afsökunarbeiðninni en á að hafa tjáð borgarfulltrúanum að henni fyndist hegðunin óviðeigandi. „Mamma var í miklu uppnámi fram á kvöld,“ segir Bergþóra. Erfiður fundur eftir erfiðan dag „Þetta var erfiður fundur og hluti af löngum og erfiðum degi,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Hún segist miður sín að yfir atvikinu. „Þarna var verið að gefa í skyn að ég væri ekki að starfa af heilindum. Ég hækkaði róminn aðeins sem ég hefði ekki átt að gera. Mér þykir það leitt að henni hafi liðið illa í þessu en um leið og þegar ég gerði mér grein fyrir því fór ég til hennar og spjallaði við hana,“ segir hún. Mikið hafi verið um á fundinum og margir vildu ræða við hana um málið. „Í rauninni var það ljóst um leið og við mættum að það var hiti. Það var ljóst strax að þetta yrði aldrei jákvæður fundur sem réðist af því hvað var mikill hiti alveg frá upphafi og lítil þolinmæði til að ræða þetta efnislega. Eins og ég segi sumt fólk hefur sterkar skoðanir og við þurfum að skoða þessi mál aðeins betur en líka að vera í jafnvægi við þörf fyrir húsnæði í borginni.“
Byggðamál Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira