Gengur þreyttur en stoltur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2025 19:24 Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild gengur stoltur en þreyttur frá rektorskjörinu. Stöð 2 Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira