Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. mars 2025 21:32 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. Vísir/Elín Margrét Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“ Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira