Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 09:42 Kristján Markús Sívarsson neitaði sök og sagðist ekki bera ábyrgð á áverkum konunnar. Vísir/AntonBrink Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Honum var gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember beitt konu gríðarlegu ofbeldi á heimili sínu í Hafnarfirði. Þetta er í áttunda skiptið sem Kristján Markús hlýtur dóm fyrir ofbeldisbrot. Fyrir dóminn í dag hlaut hann síðast dóm í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Ógeðfeldar lýsingar var að finna í ákærunni sem héraðsdómur tók afstöðu til í dag. Við vörum lesendur við þeim. Kristjáni Markúsi var gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Í ákæru var miklum áverkum, sem munu hafa verið víða um líkama konunnar, lýst. „Ég er þekktur og er undir eftirliti“ Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í upphafi mánaðar. Þar neitaði Kristján Markús sök. „Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði hann. „Ég ber ekki ábyrgð á þessum áverkum sem hún er með.“ Sjá nánar: „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Kristján sagðist hafa þekkt konuna í þrjár eða fjórar vikur áður en hann var handtekinn. Vinur hans hefði kynnt þau, en að hans sögn voru þau „neysluvinir“ en ekki par. Hann sagðist hafa veitt konunni húsaskjól nokkrum sinnum þar sem að hún hafi verið á vergangi. Breytti framburði sínum Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu. Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þótti ósanngjarnt að Kristján væri í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Nágrannar lýstu miklum rifrildum Tveir nágrannar Kristjáns gáfu skýrslu fyrir dómi. Þeir sögðust reglulega hafa heyrt rifrildi, læti og öskur innan úr íbúð Kristjáns, en hvorugur þeirra hafði séð konuna vera beitta ofbeldi eða heyrt eitthvað sem gæfi til kynna að verið væri að misþyrma henni. Þeir báðir sögðu konuna hafa bankað upp á hjá þeim og beðið um vatnsglas. Hún hefði þá verið með glóðurauga á báðum augum en tjáð þeim að það væri allt í lagi með sig.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira