Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2025 16:53 Inga Sæland mælir fyrir frumvarpinu. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna. „Með þessu frumvarpi er stigið stórt skref í þá átt. Frumvarp þetta leggur til aukinn rétt mæðra sem glíma við veikindi í tengslum við meðgönguna til orlofstöku. Þá er einnig lagt til að bæta hag fjölburaforeldra. Það fylgir því aukið álag að eignast tvö börn í stað eins, enda verkefnin tvöfalt fleiri en venjulega á meðan hendurnar til að vinna þau verk eru jafn margar,“ sagði Inga Sæland þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þinginu. Í frumvarpinu er lagt til að réttur til fæðingarorlofs sem og réttur til fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verði aukinn enn frekar. „Þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft ár, um tólf mánuði í tilfelli þríbura,“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarpið nær einnig til foreldra sem frumættleiða eða taka fleiri börn en eitt í varanlegt fóstur á sama tíma. Þeir foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. „Með frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og móðir hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt í fæðingarorlofi,“ sagði Inga. Fjölskyldumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fæðingarorlof Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
„Með þessu frumvarpi er stigið stórt skref í þá átt. Frumvarp þetta leggur til aukinn rétt mæðra sem glíma við veikindi í tengslum við meðgönguna til orlofstöku. Þá er einnig lagt til að bæta hag fjölburaforeldra. Það fylgir því aukið álag að eignast tvö börn í stað eins, enda verkefnin tvöfalt fleiri en venjulega á meðan hendurnar til að vinna þau verk eru jafn margar,“ sagði Inga Sæland þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þinginu. Í frumvarpinu er lagt til að réttur til fæðingarorlofs sem og réttur til fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verði aukinn enn frekar. „Þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft ár, um tólf mánuði í tilfelli þríbura,“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarpið nær einnig til foreldra sem frumættleiða eða taka fleiri börn en eitt í varanlegt fóstur á sama tíma. Þeir foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. „Með frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og móðir hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt í fæðingarorlofi,“ sagði Inga.
Fjölskyldumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fæðingarorlof Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira