Segist vera orðinn of gamall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2025 11:31 George Clooney með Brad Pitt á rauða dreglinum eftir að kvikmynd þeirra Wolfs var frumsýnd í september á síðasta ári. EPA-EFE/ALLISON DINNER Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira