Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 11:08 Jón Gnarr tók mynd af skemmdarverkunum sem unnin voru á Teslunni í nótt. Búið er að merkja bílinn með fasista-límmiða. Instagram/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum. Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum.
Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira