„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 19:43 Áslaug Arna segist engin samskipti hafa haft við fjölmiðla vegna uppljóstrunar Ólafar Björnsdóttur um mál er varðar samband barnamálaráðherra við barnsföður hennar frá því fyrir 36 árum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum. Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum.
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira