Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 00:21 Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Vísir/Bjarni Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu. Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“ Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira
Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“
Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira