Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2025 12:30 Eiríkur Bergmann er stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira