Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 21:02 Kristinn Jónasson. lögmaður KPMG og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. KPMG/VÍSIR Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira