Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2025 13:07 Ciara segist ekki lengur geta setið á sér. Instagram/EPA Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow) Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ciara birtir á Instagram. Þar segist hún hafa sótt um skilnað í Bretlandi svo hægt yrði að halda skilnaðinum leyndum. Það virðist ekki lengur vera í boði og því finnist henni mikilvægt að segja frá sinni hlið og standa með sjálfri sér. Måns hefur áður rætt sambandserfiðleika þeirra opinberlega við Aftonbladet en þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Börnin í forgangi „Börnin mín eru og munu alltaf verða í forgangi hjá mér og ég mun gera allt sem ég get til þess að vernda þau og vera sú móðir sem þau eiga skilið,“ skrifar Ciara á Instagram. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifar hún. Hún segist hvetja alla sem séu í sömu aðstæðum til þess að leita sér aðstoðar og stuðnings þannig að þau geti fundið hjá sér styrk til þess að ná tökum aftur á þeirra lífi. Allir eigi skilið hamingju og frelsi. „Ég óska Måns alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og ég vona að hann leiti sér þeirrar aðstoðar sem hann þarf svo mikið á að halda. Á meðan þessum kafla lýkur óska ég honum einskis nema betri framtíðar.“ Måns hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Eftir að hafa sigrað Eurovision 2015 varð hann að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Ciara Janson (@ciarajzelmerlow)
Eurovision Svíþjóð Bretland Hollywood Tengdar fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10. mars 2025 10:04