Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2025 10:49 Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22