Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 00:06 Paul Watson hefur lengi verið horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. EPA/Teresa Suarez Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira