Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 00:06 Paul Watson hefur lengi verið horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. EPA/Teresa Suarez Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum