Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:08 Mladen Živanović segir unga Serba ekki sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Vísir/Samsett Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi. Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi.
Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00