Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 15:28 Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira