„Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 19:09 Ráðist var á son Estherar Einarsdóttur í gær. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther. Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther.
Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent