Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. mars 2025 07:03 Árni við skrifborðið sitt þar sem mörg myndbandanna hafa fæðst. Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand. Árni ræddi grínið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni. Hugmyndin að myndböndunum kviknaði fyrst fyrir síðustu Alþingiskosningar en Árni segist lengi vel hafa birt föstudagspistla um ástandið í þjóðfélaginu. Það hafi byrjað eftir hrun en Árni hætti nýverið með pistlana þar sem hann upplifði takmarkaðan áhuga. Horfa má á nokkur af myndböndunum sem slegið hafa í gegn neðar í fréttinni. Fólk að tengja „Fólk kannski nennir ekki að lesa eitthvað tuð og þarna fann ég leið til þess að koma sannleikskornum á framfæri með grínívafi og smá vitleysisgangi og þá nennir fólk að hlusta,“ segir Árni léttur í bragði í Bítinu. Hann prófaði sig áfram með gríni um Miðflokkinn á Tik-Tok og svo fór sem fór. „Það bara sló ótrúlega í gegn þannig ég fór að fíflast og gera eitthver fleiri og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ segir Árni í Bítinu. Hann bregður sér í hlutverk persónu sinnar Uglu Trés í myndböndunum og þar er Gógó aðstoðarkona hennar aldrei langt undan. Árni segist aldrei skipuleggja sig langt fram í tímann, hann skrifar yfirleitt nokkra punkta niður á blað og notar spuna til að draga sig að landi. „Ég fylgist mjög vel með í fréttum og pikka eitthvað upp sem gerist akkúrat núna,“ segir Árni sem hefur mest fengið um áttatíu þúsund áhorf á eitt myndband á Facebook og á Tik-Tok. Hann segir reglulega rigna yfir hann athugasemdum þar sem fólk segist tengja mikið við grínið. „Svo er þetta svo skemmtilegt að ég hef verið að hitta fólk úti á götu sem hefur talað við mig og þá vinnur það hjá einhverri stofnun og þau segjast bíða spennt eftir því að sín stofnun verði tekin fyrir. Það eru margir að benda á sína stofnun, sem segir manni að auðvitað náttúrulega eru margir sem vinna hjá hinu opinbera sem vita hvað kerfið getur verið svifaseint og stundum asnalegt.“ Uppistand á næsta leyti Árni ræddi myndböndin ekki bara í Bítinu á Bylgjunni heldur líka við Vísi. Hann segir grínið vera farið að vinda svo mikið upp á sig að hann hafi nú verið beðinn um að koma fram á uppistandi á væntanlegum vorfögnuði. „Þetta er farið að vinda upp á sig og fólk vill fá mig á svið. Ég er að skoða þetta betur, upp á að hafa nægan tíma til að undirbúa mig,“ segir Árni. Hann segist strax vera farinn að hugsa næstu skref. „Við heyrum það í hverri kosningabaráttu að það á að einfalda kerfið, láta kerfið þjóna almenningi en svo gerist aldrei neitt. Ég hef einhvern veginn komið því til skila með þessum aulahúmor. Svo er bara spurning hvernig maður þróar þetta, Ugla Tré og Gógó geta kannski ekki lifað að eilífu, maður vill ekki að majónesið verði gult,“ segir Árni hlæjandi. Hann slær á létta strengi og segist vera miðaldra, tæknihefur maður sem væri til í að láta á það reyna að þróa myndböndin og gera þau flottari. Hingað til hefur hann notast við símann sinn og bara það. „Ég átti aldrei von á að ég myndi ná hljómgrunni hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það var svo æðislegt um daginn, að ég fékk skilaboð frá bændum í Húnavatnssýslu og sama dag fékk ég skilaboð frá sjómanni á togara. Þannig maður virðist vera að ná til fólks, hvort sem það er til sjávar eða sveita.“ Grín og gaman Bítið Bylgjan Uppistand Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Árni ræddi grínið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni. Hugmyndin að myndböndunum kviknaði fyrst fyrir síðustu Alþingiskosningar en Árni segist lengi vel hafa birt föstudagspistla um ástandið í þjóðfélaginu. Það hafi byrjað eftir hrun en Árni hætti nýverið með pistlana þar sem hann upplifði takmarkaðan áhuga. Horfa má á nokkur af myndböndunum sem slegið hafa í gegn neðar í fréttinni. Fólk að tengja „Fólk kannski nennir ekki að lesa eitthvað tuð og þarna fann ég leið til þess að koma sannleikskornum á framfæri með grínívafi og smá vitleysisgangi og þá nennir fólk að hlusta,“ segir Árni léttur í bragði í Bítinu. Hann prófaði sig áfram með gríni um Miðflokkinn á Tik-Tok og svo fór sem fór. „Það bara sló ótrúlega í gegn þannig ég fór að fíflast og gera eitthver fleiri og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ segir Árni í Bítinu. Hann bregður sér í hlutverk persónu sinnar Uglu Trés í myndböndunum og þar er Gógó aðstoðarkona hennar aldrei langt undan. Árni segist aldrei skipuleggja sig langt fram í tímann, hann skrifar yfirleitt nokkra punkta niður á blað og notar spuna til að draga sig að landi. „Ég fylgist mjög vel með í fréttum og pikka eitthvað upp sem gerist akkúrat núna,“ segir Árni sem hefur mest fengið um áttatíu þúsund áhorf á eitt myndband á Facebook og á Tik-Tok. Hann segir reglulega rigna yfir hann athugasemdum þar sem fólk segist tengja mikið við grínið. „Svo er þetta svo skemmtilegt að ég hef verið að hitta fólk úti á götu sem hefur talað við mig og þá vinnur það hjá einhverri stofnun og þau segjast bíða spennt eftir því að sín stofnun verði tekin fyrir. Það eru margir að benda á sína stofnun, sem segir manni að auðvitað náttúrulega eru margir sem vinna hjá hinu opinbera sem vita hvað kerfið getur verið svifaseint og stundum asnalegt.“ Uppistand á næsta leyti Árni ræddi myndböndin ekki bara í Bítinu á Bylgjunni heldur líka við Vísi. Hann segir grínið vera farið að vinda svo mikið upp á sig að hann hafi nú verið beðinn um að koma fram á uppistandi á væntanlegum vorfögnuði. „Þetta er farið að vinda upp á sig og fólk vill fá mig á svið. Ég er að skoða þetta betur, upp á að hafa nægan tíma til að undirbúa mig,“ segir Árni. Hann segist strax vera farinn að hugsa næstu skref. „Við heyrum það í hverri kosningabaráttu að það á að einfalda kerfið, láta kerfið þjóna almenningi en svo gerist aldrei neitt. Ég hef einhvern veginn komið því til skila með þessum aulahúmor. Svo er bara spurning hvernig maður þróar þetta, Ugla Tré og Gógó geta kannski ekki lifað að eilífu, maður vill ekki að majónesið verði gult,“ segir Árni hlæjandi. Hann slær á létta strengi og segist vera miðaldra, tæknihefur maður sem væri til í að láta á það reyna að þróa myndböndin og gera þau flottari. Hingað til hefur hann notast við símann sinn og bara það. „Ég átti aldrei von á að ég myndi ná hljómgrunni hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það var svo æðislegt um daginn, að ég fékk skilaboð frá bændum í Húnavatnssýslu og sama dag fékk ég skilaboð frá sjómanni á togara. Þannig maður virðist vera að ná til fólks, hvort sem það er til sjávar eða sveita.“
Grín og gaman Bítið Bylgjan Uppistand Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”