Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Lýður Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í Morgunblaðinu var vakin athygli á því að laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum. Á sama tíma hafi orðið litlar breytingar á störfum formanns. Stjórnin fundi einu sinni í mánuði á staðfundi en nýlega bættist við styttri fjarfundur til að einfalda afgreiðslu mála og auka skilvirkni. Í byrjun árs 2023 voru laun fyrir formennsku 285 þúsund krónur á mánuði. Í upphafi þessa árs voru launin orðin 763 þúsund á mánuði. Tæplega þreföldun á tveimur árum. Ofan á þetta fær hún svo rúmar hundrað þúsund krónur vegna aksturs. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launahækkunina óskiljanlega. „Ég skil ekki hvernig pólitísk yfirstétt getur skammtað sjálfri sér þessi launakjör. Nú eru bæði Reykjavíkurborg og sveitarfélögin viðsemjendur Eflingar og þar erum við að gera kjarasamninga við ómissandi fólk, í umönnunarstörfum, hjá leikskólunum. Þar þurfum við að berjast fyrir hverjum einasta þúsund kalli. Viðkvæðið er alltaf að það sé ekkert til, allir séu svo skuldsettir og svo framvegis. Svo les maður fréttir af þessu,“ segir Sólveig. Það myndi engum detta í hug að nefna 170 prósent launahækkun á öðrum vettvangi. „Ef mér myndi detta það í hug að biðja um þetta fyrir fólk sem á það svo sannarlega skilið, yrði allt vitlaust og ég hlegin burt,“ segir Sólveig. Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Heiðu Björgu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag og illa hefur gengið að fá skýringar á hækkuninni. Sólveig segir ekki vera hægt að réttlæta hana. „Það er ekki hægt og það mun enginn geta gert það. Hún mun ekki geta gert það, hennar fulltrúar munu ekki geta gert það. Ef einhver reynir það er það bara annað hvort einhver pólitísk örvænting eða meðvirkni sem á ekki að líðast í lýðræðissamfélagi,“ segir Sólveig.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46
Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. 5. mars 2025 09:07