Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 13:42 Enn hafa engin svör fengist um tillögur framkvæmdaraðila um breytingar á byggingunni, sem Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að væru væntanlegar fyrir lok þess mánaðar. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif.
Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira