Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 13:42 Enn hafa engin svör fengist um tillögur framkvæmdaraðila um breytingar á byggingunni, sem Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að væru væntanlegar fyrir lok þess mánaðar. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif.
Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira