Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 13:42 Enn hafa engin svör fengist um tillögur framkvæmdaraðila um breytingar á byggingunni, sem Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að væru væntanlegar fyrir lok þess mánaðar. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif.
Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira