Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:20 Virgil van Dijk faðmar markvörðinn sinn Alisson í leikslok en sá brasiíski var magnaður í markinu. AP/Christophe Ena Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira