„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 17:26 Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélag Húnabyggðar. Það verði áskorun að finna atvinnutækifæri fyrir þá sem misstu vinnuna. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins. Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins.
Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira