Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 09:07 Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen. Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen.
Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04
Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45