Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Arne Slot og hans menn eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í París í kvöld. Getty/Antonio Borga Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki ganga svo langt að segja að lið sitt sé það besta í Evrópu eins og Luis Enrique, stjóri PSG, talaði um í aðdraganda stórleiks liðanna í kvöld. Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira