Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 14:08 Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingunni, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fara fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum. Vísir/Vilhelm Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira