Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2025 14:00 Guðmundur Ingi á hestbaki í Marokkó við tökur á þáttunum. Guðmundur Ingi Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í. Guðmundur Ingi segir það hafa verið frábæra reynslu að leika lykilhlutverk í stórmyndinni Mary á móti goðsögninni Anthony Hopkins. Guðmundur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir Hopkins hafa verið einn mesta fagmann sem hann hafi kynnst og vinnusemin sé enn í heimsklassa þó að hann sé kominn vel á níræðisaldur. „Hann er 86 ára gamall, þannig að við vissum að hann kæmi bara í viku í tökudagana sína og það snerist allt um að hafa allt klárt þegar hann myndi mæta. Ég leik eitt af aðalhlutverkunum á móti honum og var búinn að setja mig í stellingar þegar ég loksins hitti hann og leikstjórinn kynnti mig fyrir honum. En ég var varla búinn að segja hæ þegar hann togaði mig til sín og byrjaði að tala um vinnuna. Hann tók í burtu allar hugmyndir um eitthvað tilgerðarlegt og fór beint að tala um senurnar sem við vorum að fara að taka upp,“ segir Guðmundur Ingi. „Hann er þekktur fyrir að vera vinnubrjálæðingur og les senurnar mörg hundruð sinnum. Hann er náttúrulega algjör goðsögn í faginu. Stórkostlegur leikari og það bera honum auk þess allir vel söguna og það fer mjög gott orð af honum innan stéttarinnar. Hann sagði mér þegar við vorum farnir að kynnast betur að hann þyrfti á því að halda að halda áfram að vinna. Að það væri það sem héldi honum gangandi.“ „Það var eitthvað óraunverulegt þegar við lékum fyrstu senuna okkar saman, enda er ég búinn að vera aðdáandi hans í svo langan tíma. Þarna var Gummi litli í Brekkukoti allt í einu mættur til Marokkó að leika með Anthony Hopkins. Það er mikilvægt að taka það inn þegar maður á svona upplifanir í lífinu. En eitt af því sem gerir Anthony Hopkins svo frábæran er að hann nær einhvern vegin að taka í burtu alla tilfinningu um að maður sé „starstruck“. Okkur varð strax vel til vina og hann er 12 spora maður eins og ég, þannig að við fórum strax að spjalla mjög djúpt. Við tengdumst betur í gegnum þá reynslu. Hann keyrði á sinn vegg í kringum fertugt á ekkert ósvipaðan hátt og þegar ég klessti á minn vegg. Hann hafði verið á hálfsmánaðarfylleríi þegar hann fékk vitrun og hætti að drekka og leitaði sér hjálpar. Sigurför hans hefst í raun og veru eftir það.“ Guðmundur og Sölvi ræða í þættinum um hraðann í íslensku samfélagi og það hvernig aðstæður forfeðra okkar hafi áhrif á það hvernig við hegðum okkur árið 2025. „Við erum vertíðarfólk og komum úr aðstæðum þar sem við urðum að djöflast þegar vel viðraði af því að við vissum ekki hvenær það kæmi næst svona gott veður. Þannig að það er eðlilegt að það sé innprentað í okkur að ef við getum keypt eitthvað þá kaupum við það. Ef við getum unnið meira, þá vinnum við meira. Ég held að þetta sé í genunum okkar og hafi meiri áhrif á okkur en við áttum okkur á. Við erum alltaf að flýta okkur af því að við erum vertíðafólk. Það veldur því líka að við höfum aldrei almennilega kunnað að skipuleggja okkur. En við erum algjörlega stórkostleg að bregðast við erfiðum aðstæðum, hvort sem það eru náttúruhamfarir eða annað. En á endanum verða allir að kunna að hvílast og slaka á, til þess að brenna ekki upp,” segir Guðmundur. Hann er á því að við verðum að skoða hvernig þessi hraði og streita smitist í börnin okkar og unglinga. „Ég þekki það sjálfur að vera ADHD strákur og þróa með mér fíknimunstur. Ég hef unnið að verkefnum í gegnum tíðina sem snúa að forvörnum og þá sér maður það sem gerist ef enginn tekur utan um þig í tæka tíð. Við verðum að taka utan um þá krakka sem einhverra hluta vegna passa ekki inn. Mér er mjög hugleikinn afrískur málsháttur sem segir: „A child that isn´t embraced by the village will return to burn it down just to feel the warmth“. Ef okkur finnst við ekki tilheyra og enginn tekur utan um okkur er ekki óeðlilegt að það endi með slæmri hegðun. Börn verða að finna að þau tilheyri. Þessi börn sem upplifa sig utanveltu og finna ekki tengsl eru hópurinn sem lendir í vandræðum. Á þessum tímum sem við lifum núna, þar sem hraðinn og streitan eru svona mikil er hættan líklega enn meiri en áður,“ segir Guðmundur Ingi. „Hvert ár sem þú getur frestað því að börnin þín byrji að reykja, drekka eða setja hluti í líkamann sem breyta heilastarfseminni, því betra. Ef þú hendir svona stöffi inn í óþroskaðan framheila hefur það mikil áhrif og það getur stoppað þroska. Þetta óhefta aðgengi krakka að koffíndrykkjum í dag er varasamt, en við megum samt ekki mála skrattann á veginn. Þegar ég var ungur var óheftur aðgangur að landa og það var eðlilegt að byrja að reykja 12-13 ára, þannig að það hefur margt batnað. En þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman sem samfélag.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Guðmund og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Guðmundur Ingi segir það hafa verið frábæra reynslu að leika lykilhlutverk í stórmyndinni Mary á móti goðsögninni Anthony Hopkins. Guðmundur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir Hopkins hafa verið einn mesta fagmann sem hann hafi kynnst og vinnusemin sé enn í heimsklassa þó að hann sé kominn vel á níræðisaldur. „Hann er 86 ára gamall, þannig að við vissum að hann kæmi bara í viku í tökudagana sína og það snerist allt um að hafa allt klárt þegar hann myndi mæta. Ég leik eitt af aðalhlutverkunum á móti honum og var búinn að setja mig í stellingar þegar ég loksins hitti hann og leikstjórinn kynnti mig fyrir honum. En ég var varla búinn að segja hæ þegar hann togaði mig til sín og byrjaði að tala um vinnuna. Hann tók í burtu allar hugmyndir um eitthvað tilgerðarlegt og fór beint að tala um senurnar sem við vorum að fara að taka upp,“ segir Guðmundur Ingi. „Hann er þekktur fyrir að vera vinnubrjálæðingur og les senurnar mörg hundruð sinnum. Hann er náttúrulega algjör goðsögn í faginu. Stórkostlegur leikari og það bera honum auk þess allir vel söguna og það fer mjög gott orð af honum innan stéttarinnar. Hann sagði mér þegar við vorum farnir að kynnast betur að hann þyrfti á því að halda að halda áfram að vinna. Að það væri það sem héldi honum gangandi.“ „Það var eitthvað óraunverulegt þegar við lékum fyrstu senuna okkar saman, enda er ég búinn að vera aðdáandi hans í svo langan tíma. Þarna var Gummi litli í Brekkukoti allt í einu mættur til Marokkó að leika með Anthony Hopkins. Það er mikilvægt að taka það inn þegar maður á svona upplifanir í lífinu. En eitt af því sem gerir Anthony Hopkins svo frábæran er að hann nær einhvern vegin að taka í burtu alla tilfinningu um að maður sé „starstruck“. Okkur varð strax vel til vina og hann er 12 spora maður eins og ég, þannig að við fórum strax að spjalla mjög djúpt. Við tengdumst betur í gegnum þá reynslu. Hann keyrði á sinn vegg í kringum fertugt á ekkert ósvipaðan hátt og þegar ég klessti á minn vegg. Hann hafði verið á hálfsmánaðarfylleríi þegar hann fékk vitrun og hætti að drekka og leitaði sér hjálpar. Sigurför hans hefst í raun og veru eftir það.“ Guðmundur og Sölvi ræða í þættinum um hraðann í íslensku samfélagi og það hvernig aðstæður forfeðra okkar hafi áhrif á það hvernig við hegðum okkur árið 2025. „Við erum vertíðarfólk og komum úr aðstæðum þar sem við urðum að djöflast þegar vel viðraði af því að við vissum ekki hvenær það kæmi næst svona gott veður. Þannig að það er eðlilegt að það sé innprentað í okkur að ef við getum keypt eitthvað þá kaupum við það. Ef við getum unnið meira, þá vinnum við meira. Ég held að þetta sé í genunum okkar og hafi meiri áhrif á okkur en við áttum okkur á. Við erum alltaf að flýta okkur af því að við erum vertíðafólk. Það veldur því líka að við höfum aldrei almennilega kunnað að skipuleggja okkur. En við erum algjörlega stórkostleg að bregðast við erfiðum aðstæðum, hvort sem það eru náttúruhamfarir eða annað. En á endanum verða allir að kunna að hvílast og slaka á, til þess að brenna ekki upp,” segir Guðmundur. Hann er á því að við verðum að skoða hvernig þessi hraði og streita smitist í börnin okkar og unglinga. „Ég þekki það sjálfur að vera ADHD strákur og þróa með mér fíknimunstur. Ég hef unnið að verkefnum í gegnum tíðina sem snúa að forvörnum og þá sér maður það sem gerist ef enginn tekur utan um þig í tæka tíð. Við verðum að taka utan um þá krakka sem einhverra hluta vegna passa ekki inn. Mér er mjög hugleikinn afrískur málsháttur sem segir: „A child that isn´t embraced by the village will return to burn it down just to feel the warmth“. Ef okkur finnst við ekki tilheyra og enginn tekur utan um okkur er ekki óeðlilegt að það endi með slæmri hegðun. Börn verða að finna að þau tilheyri. Þessi börn sem upplifa sig utanveltu og finna ekki tengsl eru hópurinn sem lendir í vandræðum. Á þessum tímum sem við lifum núna, þar sem hraðinn og streitan eru svona mikil er hættan líklega enn meiri en áður,“ segir Guðmundur Ingi. „Hvert ár sem þú getur frestað því að börnin þín byrji að reykja, drekka eða setja hluti í líkamann sem breyta heilastarfseminni, því betra. Ef þú hendir svona stöffi inn í óþroskaðan framheila hefur það mikil áhrif og það getur stoppað þroska. Þetta óhefta aðgengi krakka að koffíndrykkjum í dag er varasamt, en við megum samt ekki mála skrattann á veginn. Þegar ég var ungur var óheftur aðgangur að landa og það var eðlilegt að byrja að reykja 12-13 ára, þannig að það hefur margt batnað. En þetta er eitt stærsta mál samfélagsins og eitthvað sem við verðum að vinna saman sem samfélag.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Guðmund og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira