„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 20:00 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind. Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja. Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja.
Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira