Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Tómas Þór Þórðarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mummi Lú/vilhelm Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði