Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:54 Skólinn er nú rekinn í húsnæði í Skógarhlíð. Hjallastefnan Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. Skólinn hefur síðustu þrjú ár verið rekinn í húsnæði borgarinnar í Skógarhlíð. Um 400 börn eru í skólanum en hann er fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Foreldrar um 200 leikskólabarna í skólanum voru á fundinum hvattir til þess að sækja um fyrir börn sín í leikskólum Reykjavíkur. Umsóknarfrestur í leikskóla fyrir næsta vetur er til 3. mars. Svipaður fjöldi grunnskólabarna er í skólanum sem myndi flytjast í sinn hverfisskóla. Skólinn var áður rekinn í Öskjuhlíð en var fluttur í Skógarhlíð árið 2022. Í frétt um flutninginn frá þeim tíma kemur fram að skólinn ætti að vera í Skógarhlíð tímabundið. Kristín Kolbeinsdóttir, foreldri barns í skólanum og kennari, segir að á hverju ári hafi skólinn þurft að sækja um leyfi og undanþágu til að fá að vera áfram. Auk þess sé hann alveg sprunginn og ekki sé hægt að taka við fleiri börnum. „Við höfum þurft að nota húsnæði frá Skátunum og einhverjar stofur hjá Veðurstofunni. Við fengum þetta húsnæði í Skógarhlíð með þeim vilyrðum að við fengjum framtíðarhúsnæði á næstu þremur árum. Nú eru þau liðin og ekkert í hendi og okkur hefur ekkert miðað áfram. Aftur sjáum við fram á að þurfa að loka. Þess vegna var haldinn þessi neyðarfundur,“ segir Kristín. Fengu símtal frá borginni á fundinum Hún segir að á meðan fundinum stóð hafi þau fengið símtal frá borginni og upplýsingar um að meirihlutinn hafi fundað um málið. Þau vilji tryggja áframhaldandi starfsemi hans en þó ekkert komið fram í símtalinu um hvernig ætti að gera það. Leikskóli og barnaskóli Hjallastefnunnar var áður rekinn í Öskjuhlíð. „Við ætlum ekki að láta að bjóða okkur þetta ástand nema það sé verið að vinna að því að finna okkur eitthvað varanlegt. Það var mikill baráttuhugur í fólki í gær og foreldrar ætla að standa saman í þessu. Það er mjög mikilvægt að þetta haldi áfram. Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga upp,“ segir Kristín. Hún hafi auk þess litla trú á því að það sé pláss fyrir 200 börn aukalega á biðlistum borgarinnar í leikskóla. Mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreytni Kristín segir það hrikalega tilhugsun að skólinn loki. Í Hjallastefnunni sé boðið upp á kennsluaðferðir sem ekki eru í boði annars staðar. Foreldrar hafi markvisst valið að hafa börnin í þessum skóla. „Þetta er umhverfi sem hentar vel, eins og fyrir minn strák sem er einhverfur. Ég sé hann ekki fyrir mér í hverfisskóla. Þetta er svo mikil uppbótarvinna. Við erum úti með stelpurnar á stuttermabolnum á rassaþotum að öskra og kasta grjóti og inni með strákunum að lesa, nudda hvern annan og tala um kærleika og vináttu. Það situr enginn við borð að læra, þau liggja á gólfinu eða í gluggakistunni. Þetta er bara öðruvísi aðferð og eitthvað sem fólk hefur valið fyrir börnin sín. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á þetta val í borginni, og fjölbreytileika,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 „Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Skólinn hefur síðustu þrjú ár verið rekinn í húsnæði borgarinnar í Skógarhlíð. Um 400 börn eru í skólanum en hann er fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Foreldrar um 200 leikskólabarna í skólanum voru á fundinum hvattir til þess að sækja um fyrir börn sín í leikskólum Reykjavíkur. Umsóknarfrestur í leikskóla fyrir næsta vetur er til 3. mars. Svipaður fjöldi grunnskólabarna er í skólanum sem myndi flytjast í sinn hverfisskóla. Skólinn var áður rekinn í Öskjuhlíð en var fluttur í Skógarhlíð árið 2022. Í frétt um flutninginn frá þeim tíma kemur fram að skólinn ætti að vera í Skógarhlíð tímabundið. Kristín Kolbeinsdóttir, foreldri barns í skólanum og kennari, segir að á hverju ári hafi skólinn þurft að sækja um leyfi og undanþágu til að fá að vera áfram. Auk þess sé hann alveg sprunginn og ekki sé hægt að taka við fleiri börnum. „Við höfum þurft að nota húsnæði frá Skátunum og einhverjar stofur hjá Veðurstofunni. Við fengum þetta húsnæði í Skógarhlíð með þeim vilyrðum að við fengjum framtíðarhúsnæði á næstu þremur árum. Nú eru þau liðin og ekkert í hendi og okkur hefur ekkert miðað áfram. Aftur sjáum við fram á að þurfa að loka. Þess vegna var haldinn þessi neyðarfundur,“ segir Kristín. Fengu símtal frá borginni á fundinum Hún segir að á meðan fundinum stóð hafi þau fengið símtal frá borginni og upplýsingar um að meirihlutinn hafi fundað um málið. Þau vilji tryggja áframhaldandi starfsemi hans en þó ekkert komið fram í símtalinu um hvernig ætti að gera það. Leikskóli og barnaskóli Hjallastefnunnar var áður rekinn í Öskjuhlíð. „Við ætlum ekki að láta að bjóða okkur þetta ástand nema það sé verið að vinna að því að finna okkur eitthvað varanlegt. Það var mikill baráttuhugur í fólki í gær og foreldrar ætla að standa saman í þessu. Það er mjög mikilvægt að þetta haldi áfram. Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga upp,“ segir Kristín. Hún hafi auk þess litla trú á því að það sé pláss fyrir 200 börn aukalega á biðlistum borgarinnar í leikskóla. Mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreytni Kristín segir það hrikalega tilhugsun að skólinn loki. Í Hjallastefnunni sé boðið upp á kennsluaðferðir sem ekki eru í boði annars staðar. Foreldrar hafi markvisst valið að hafa börnin í þessum skóla. „Þetta er umhverfi sem hentar vel, eins og fyrir minn strák sem er einhverfur. Ég sé hann ekki fyrir mér í hverfisskóla. Þetta er svo mikil uppbótarvinna. Við erum úti með stelpurnar á stuttermabolnum á rassaþotum að öskra og kasta grjóti og inni með strákunum að lesa, nudda hvern annan og tala um kærleika og vináttu. Það situr enginn við borð að læra, þau liggja á gólfinu eða í gluggakistunni. Þetta er bara öðruvísi aðferð og eitthvað sem fólk hefur valið fyrir börnin sín. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á þetta val í borginni, og fjölbreytileika,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 „Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43
„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44