Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 19:53 Rakel hefur ekki aðeins unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi heldur gekk hún einnig í hann sem barn. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að láta staðar numið vegna langdreginna og erfiðra kjaraviðræðna. Vísir/BJarni Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. Hörð og erfið kjarabarátta síðastliðinna mánaða varð til þess að Rakel, kennari við Flataskóla, fékk nóg og sagði starfi sínu lausu. „Hingað og ekki lengra. Ég hef alltaf kennt nemendum mínum að standa með sjálfum sér og ég hugsaði með mér, ef ég leiðbeina þeim að standa með sjálfum sér þá hlýt ég að þurfa að gera það líka,“ segir Rakel. Atburðarásin fyrir helgi, þegar innanhússtillögu sáttasemjara var hafnað af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi gert útslagið. „Við höfum alltaf þurft að verja starfið okkar og berjast en það virðist enginn hlusta.“ Kennarastarfið tekið stakkaskiptum Þrátt fyrir að hafa í rúma tvo áratugi unnið við skólann er hún enn meðal yngstu kennaranna því nýliðunin er lítil sem engin að sögn Rakelar. Hún segir að kennarastarfið hafi tekið stakkaskiptum á þessum rúmu tveimur áratugum. Fyrstu árin hafi hún fengið að einbeita sér að kennslu en með tímanum hafi allt gjörbreyst, kröfur aukist og hún fengið hin ólíklegustu verkefni í fangið. „Nú er ég iðju þjálfi, sálfræðingur, þroskaþjálfi, atferlisfræðingur og túlkur og í umönnunarstöðu og það koma alltaf fleiri og fleiri verkefni og það er ekki eins og samfélagið sé að vakna meðvitundar um að það vanti fleiri sérfræðinga.“ Börnin þurfi mun meiri þjónustu innan kennslustofunnar Hún segir nemendur sína sem eru af erlendum uppruna sýna gríðarlega seiglu og dug og foreldrar þeirra metnað fyrir hönd barna sinna. Það sé sárt að upplifa að þau fái ekki þá þjónustu sem þau eigi skilið. „Það vantar þjónustu á gólfið fyrir börnin. Við finnum að það eru alltaf fleiri og fleiri sem þurfa á þjónustu að halda en hún er svo langt í burtu. Hún er ekki á skólastofugólfinu,“ segir Rakel um skort á sérfræðingum. Fréttastofa hefur rætt við nokkra kennara við Flataskóla sem hafa lýst óánægju sinni með gang kjaraviðræðna. Þeir segja óánægjuna ekki beinast að skólanum sjálfum heldur viðsemjendum í karphúsinu.Vísir/Bjarni Rakel telur að hluti af vandanum hafi byrjað þegar rekstur grunnskólanna færðust frá ríki til sveitarfélaga árið '96. „Það fylgdi ekki nægt fjármagn og ég skil ótrúlega vel að það eru lítil sveitarfélög úti á landi jafnvel sem eru að reka skólakerfi og það er gríðarlega flókið en ef við ætlum að standa okkur sem samfélag þá þarf ríkið pottþétt að koma til móts við sveitarfélögin.“ Sjálft samfélagið hafi líka breyst. „Það er meiri hraði. Það er meiri pressa, við finnum það á börnunum. Þetta er bara allt annað.“ En væri eitthvað hægt að gera til að telja þér hughvarf? „Ég vona það, ég elska þetta starf og mér þykir gríðarlega vænt um nemendur mína en það þarf ótrúlega mikið að breytast og ég held ég hafi bara svolítið fengið nóg.“ Baráttan snúist líka um bjartari framtíð fyrir börn Kennarar þurfi nauðsynlega á launaleiðréttingu að halda, henni finnist miður að standa í þessum sporum að loknu fimm ára háskólanámi. Hún bætir við að baráttan snúist líka um aðbúnað. Rakel vonar að verið sé að ræða um hann við samningsborðið. „Okkur þykir vænt um börnin og viljum sjá þau blómstra en það er ansi erfitt að leggjast á koddann á kvöldin af því maður er með þúsund og fimm áhyggjur af nemendum. Í heildina eru kennarar svolítið þreyttir – búnir á því - en við erum alltaf til í að berjast fyrir börnunum okkar og það er hluti af þessari baráttu.“ Skóla- og menntamál Garðabær Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. 25. febrúar 2025 16:04 Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. 25. febrúar 2025 13:02 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Hörð og erfið kjarabarátta síðastliðinna mánaða varð til þess að Rakel, kennari við Flataskóla, fékk nóg og sagði starfi sínu lausu. „Hingað og ekki lengra. Ég hef alltaf kennt nemendum mínum að standa með sjálfum sér og ég hugsaði með mér, ef ég leiðbeina þeim að standa með sjálfum sér þá hlýt ég að þurfa að gera það líka,“ segir Rakel. Atburðarásin fyrir helgi, þegar innanhússtillögu sáttasemjara var hafnað af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi gert útslagið. „Við höfum alltaf þurft að verja starfið okkar og berjast en það virðist enginn hlusta.“ Kennarastarfið tekið stakkaskiptum Þrátt fyrir að hafa í rúma tvo áratugi unnið við skólann er hún enn meðal yngstu kennaranna því nýliðunin er lítil sem engin að sögn Rakelar. Hún segir að kennarastarfið hafi tekið stakkaskiptum á þessum rúmu tveimur áratugum. Fyrstu árin hafi hún fengið að einbeita sér að kennslu en með tímanum hafi allt gjörbreyst, kröfur aukist og hún fengið hin ólíklegustu verkefni í fangið. „Nú er ég iðju þjálfi, sálfræðingur, þroskaþjálfi, atferlisfræðingur og túlkur og í umönnunarstöðu og það koma alltaf fleiri og fleiri verkefni og það er ekki eins og samfélagið sé að vakna meðvitundar um að það vanti fleiri sérfræðinga.“ Börnin þurfi mun meiri þjónustu innan kennslustofunnar Hún segir nemendur sína sem eru af erlendum uppruna sýna gríðarlega seiglu og dug og foreldrar þeirra metnað fyrir hönd barna sinna. Það sé sárt að upplifa að þau fái ekki þá þjónustu sem þau eigi skilið. „Það vantar þjónustu á gólfið fyrir börnin. Við finnum að það eru alltaf fleiri og fleiri sem þurfa á þjónustu að halda en hún er svo langt í burtu. Hún er ekki á skólastofugólfinu,“ segir Rakel um skort á sérfræðingum. Fréttastofa hefur rætt við nokkra kennara við Flataskóla sem hafa lýst óánægju sinni með gang kjaraviðræðna. Þeir segja óánægjuna ekki beinast að skólanum sjálfum heldur viðsemjendum í karphúsinu.Vísir/Bjarni Rakel telur að hluti af vandanum hafi byrjað þegar rekstur grunnskólanna færðust frá ríki til sveitarfélaga árið '96. „Það fylgdi ekki nægt fjármagn og ég skil ótrúlega vel að það eru lítil sveitarfélög úti á landi jafnvel sem eru að reka skólakerfi og það er gríðarlega flókið en ef við ætlum að standa okkur sem samfélag þá þarf ríkið pottþétt að koma til móts við sveitarfélögin.“ Sjálft samfélagið hafi líka breyst. „Það er meiri hraði. Það er meiri pressa, við finnum það á börnunum. Þetta er bara allt annað.“ En væri eitthvað hægt að gera til að telja þér hughvarf? „Ég vona það, ég elska þetta starf og mér þykir gríðarlega vænt um nemendur mína en það þarf ótrúlega mikið að breytast og ég held ég hafi bara svolítið fengið nóg.“ Baráttan snúist líka um bjartari framtíð fyrir börn Kennarar þurfi nauðsynlega á launaleiðréttingu að halda, henni finnist miður að standa í þessum sporum að loknu fimm ára háskólanámi. Hún bætir við að baráttan snúist líka um aðbúnað. Rakel vonar að verið sé að ræða um hann við samningsborðið. „Okkur þykir vænt um börnin og viljum sjá þau blómstra en það er ansi erfitt að leggjast á koddann á kvöldin af því maður er með þúsund og fimm áhyggjur af nemendum. Í heildina eru kennarar svolítið þreyttir – búnir á því - en við erum alltaf til í að berjast fyrir börnunum okkar og það er hluti af þessari baráttu.“
Skóla- og menntamál Garðabær Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. 25. febrúar 2025 16:04 Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. 25. febrúar 2025 13:02 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst. 25. febrúar 2025 16:04
Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. 25. febrúar 2025 13:02
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05