„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 10:13 Sigríður Dögg, formaður BÍ, segir orðræðu Ingu Sæland í garð Morgunblaðsins komna út yfir allan þjófabálk. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta. „Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
„Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?