Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. febrúar 2025 19:16 Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka, segir bankann hafa lokað á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára vegna gríðarlegrar aukningar í kortanotkun á síðunum. Getty/Stöð 2 Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann. Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann.
Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira