„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:26 Vogaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira