Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 15:40 Hermann stígur fram til að ræða málið í von um að eitthvað verði aðhafst í málinu í Breiðholtsskóla. Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega. Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið. Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið.
Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira