Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 12:34 Kennarar í Sunnulækjarskóla á Selfossi gengu út. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Árborg Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira