„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. febrúar 2025 09:45 Páll Ágúst Ólafsson er lögmaður manns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu í sjúkraskrá. Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent