„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. febrúar 2025 09:45 Páll Ágúst Ólafsson er lögmaður manns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu í sjúkraskrá. Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira