Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2025 15:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er nú á fundarferð um landið og var hætt komin þegar hún var stödd á þorrablóti þar sem upp kom matareitrun. En hún virðist hafa sloppið steinsmuguna sem alla jafna fylgir slíkum veikindum. vísir/vilhelm Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi. Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi.
Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29