Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 14:33 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í góðum gír eftir setningu Alþingis síðastliðið mánudagskvöld. Á myndina vantar formannsframbjóðendurna tvo Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira