Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 11:39 Guðmundur Ari er nýr á þinginu og hann furðar sig á viðbrögðum Sjálfstæðismanna, hann hefur aldrei vitað til þess að fólk slægi eign sinni á opinber rými. vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira