Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 14:35 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Hún segir að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hafi úrskurðað að með vísan í reglur forsætisnefndar muni Sjálfstæðisflokkurinn halda þingflokksherbergi sínu. Fjallað var um í gær að þingflokkur Samfylkingar, sem nú er sá stærsti á þingi, hefði gert kröfu um að fá stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokkinn í 84 ár, eða frá 1941. Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur sagði við Vísi í gær að engin ástæða væri fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgæfi herbergið sem hefði bæði tilfinningalegt og sögulegt gildi fyrir Sjálfstæðismenn. Hildur sagði í gamansömum tón að skipulagðar yrðu vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu, ef færi svo að þingflokknum yrði gert að fara. Sjá má frétt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Enginn fautaskapur Hildur segir það ánægjulegt að skrifstofustjóri þingsins hefði tekið undir athugasemdir sínar í málinu. „Ég auðvitað fagna þessari niðurstöðu. Enda er hún rétt. Reglurnar eru skýrar og teknar í þverpólitískri sátt einmitt til þess að valdhafar hverju sinni geti ekki komið fram með hverjum þeim fautaskap sem þeim sýnist hverju sinni. Ég hef auðvitað mikinn skilning á að mörgum þyki skrýtið að verið sé að eyða tíma í varðstöðu um eitthvað herbergi en hér var fyrst og fremst um að ræða varðstöðu fyrir hefðum, reglum og virðingu fyrir lýðræðislegri valddreifingu sem er kjarninn í störfum þingsins. Þannig að þetta skiptir meira máli og er meira prinsippmál en kannski lítur út fyrir að vera þannig að ég er bara ljómandi kát með þetta,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39