Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 10:43 Síðasta kvikmyndin sem Lars von Trier leikstýrði er The House that Jack Built árið 2018. Þriðja sería Ríkisins, Riget: Exodus kom svo út árið 2022. Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier, sem greindist með Parkinson árið 2022, hefur verið lagður inn á hjúkrunarheimili. Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni. Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki leikstjórans greindi frá fréttunum í gær. Louise Vesth, framleiðandi hjá Zentropa, segir Lars hafa verið fluttan á hjúkrunarheimilið svo hægt sé að meðhöndla betur ástand hans og sinna þörfum leikstjórans. Hún sagði leikstjórann vera við góða líðan. „Lars líður vel í ljósi aðstæðna,“ sagði Vesth og sagði leitt að þurfa að greina frá slíkum einkaupplýsingum vegna slúðurs í dönskum fjölmiðlum. Hinn 68 ára von Trier greindist með Parkinson árið 2022, þá aðeins 66 ára, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram að vinna eins lengi og hann getur. Sakaður um kynferðislega áreitni af Björk Lars von Trier er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda og einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Von Trier var einn af stofnmeðlimum Dogme 95 og hefur leikstýrt 14 myndum, þar á meðal Dancer in the Dark, Dogville, Melancholia, Antichrist og Nymphomaniac. Von Trier hefur gert ýmsa skandala gegnum tíðina. Þegar hann var með Melancholiu á Cannes árið 2011 sagðist hann vera nasisti sem fyndi dálítið til samúðar með Adolf Hitler. Hann var strax í kjölfarið settur í bann frá hátíðinni og baðst síðar afsökunar. Björk Guðmundsdóttir sakaði hann um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni árið 2017. Hún sagði Lars hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafnaði honum við gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ sagði hún í færslunni. Björk sagði þá að hún hefði jafnað sig á málinu á einu ári vegna eigin styrks, starfsliðs síns og af því hún hafði ekki neinu að tapa innan kvikmyndageirans. Hún sagðist þá óttast að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Tökur á nýjustu kvikmynd leikstjórans, After, eiga að hefjast um mitt ár 2025 en myndin hlaut styrk upp á 1,3 milljón danskra króna (rúmlega 25 milljónir íslenskra króna) frá Dönsku kvikmyndastofnuninni.
Bíó og sjónvarp Danmörk Hollywood Tengdar fréttir Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. 19. maí 2011 12:03
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. 3. desember 2018 09:31