Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 16:11 Þórhildur Sunna og Rósa Björk komust ekki inn á þing í síðustu þingkosningum enda þurrkuðust Píratar og VG út. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar. Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar.
Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira