Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 10:15 KA og Víkingur eru á meðal þeirra félaga sem leggja til fjölgun varamanna. vísir/Diego Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira