Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 16:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. vísir/vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa.
Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48