Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 11:08 Frá löndun á þorski í Breiðdalsvík. Þorskur er talinn hafa verið fjórðungi stærri þegar menn námu fyrst land á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn. Vísir/Vilhelm Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum. Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum.
Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira