„Það er allt á floti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:34 Nú vinnur Ingibjörg að því að ausa vatni úr húsinu. ingibjörg Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. „Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins. Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins.
Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira