„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:28 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51