Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2025 15:25 Ólafur Egilsson og Ester segja geta verið bagalegt þegar gestir þeirra þurfa að færa bíla sína á annað gjaldsvæði eftir þriggja tíma heimsókn. Þau elska lífið í miðborginni og segja málið í stóra samhenginu ekki skipta miklu máli. vísir Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey búa á dýrasta gjaldsvæðinu í miðborg Reykjavíkur. Greiða þarf rúmar 600 krónur á tímann fyrir bílastæði við húsið þeirra á Grettisgötunni. Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira